Þekktu viðskiptavininn
Betri ákvarðanir
Gagnalausnir
Markaðslausnir
Creditinfo aðstoðar fyrirtæki að miðla upplýsingum um umhverfisþætti, félagslega þætti og stjórnarhætti í rekstri til hagaðila á samræmdan máta. Hægt er að sækja ítarlega skýrslu á þjónustuvef Creditinfo um sjálfbærniþætti fyrirtækja auk þess sem að hægt er að yfirfara og uppfæra með einföldum hætti upplýsingar um eigið fyrirtæki á Mitt Creditinfo.
Eftirspurn eftir sjálfbærniupplýsingum fyrirtækja hefur aukist umtalsvert með tilheyrandi umfangi og kostnaði við öflun slíkra upplýsinga. Nýtt regluverk hefur og mun gera fyrirtækjum skylt að afla upplýsinga um umhverfisþætti, félagslega þætti og samfélagslega þætti í rekstri viðskiptavina sinna. Til að komast til móts við þessar auknu kröfur hefur Creditinfo kynnt nýtt sjálfbærniviðmót til sögunnar, sem sýnir á einum stað helstu sjálfbærniupplýsingar um íslensk fyrirtæki.
Creditinfo leitast við að hafa og miðla nýjustu sjálfbærniupplýsingum hverju sinni og er því markmiði m.a. náð með því að:
Fyrirtæki geta fengið sérstaka staðfestingu á því að helstu sjálfbærniupplýsingar um fyrirtækið séu fyrir hendi í gagnagrunni Creditinfo. Slík staðfesting auðveldar upplýsta ákvarðanatöku í viðskiptum þar sem hún sýnir fram á að nauðsynlegar upplýsingar um losun gróðurhúsalofttegunda, kynjahlutföll og fleiri sjálfbærniupplýsingar séu skráðar svo að lánveitendur o.fl. geta nálgast þær með einföldum hætti án þess að óska eftir þeim sérstaklega.
Með því að svara sjálfbærnispurningum á Mitt Creditinfo gefst þér kostur á að óska eftir að kaupa leyfi til að nota merki sem sýnir fram á að þitt fyrirtæki hafi miðlað nauðsynlegum sjálfbærniupplýsingum. Hægt er að nota merkið í auglýsingaefni, í undirskriftum tölvupósta, á heimasíðum fyrirtækja og á fleiri stöðum til að sýna sjálfbærni í merki.
Öll íslensk fyrirtæki í virkum rekstri geta sótt um staðfestinguna með því að:
Með því að svara sjálfbærnispurningum á Mitt Creditinfo gefst þér kostur á að óska eftir því að kaupa leyfi til að nota merki sem sýnir fram á að þitt fyrirtæki hafi miðlað nauðsynlegum sjálfbærniupplýsingum. Hægt er að nota merkið í auglýsingaefni, í undirskriftum tölvupósta, á heimasíðum fyrirtækja og á fleiri stöðum til að sýna sjálfbærni í merki.
Leyfi til að nýta merkið kostar 35.000 kr +vsk
Óska eftir staðfestingu á sjálfbærnigögnum.
Sjálfbærniupplýsingar sem sóttar eru í sjálfbærniviðmóti á þjónustuvef Creditinfo nýtast fyrirtækjum sem þurfa að standa skil vegna komandi regluverks á sviði sjálfbærni líkt og SFDR, CSRD, CSDD o.fl.
Sjálfbærniupplýsingar sem eru sóttar eru aðgengilegar í 30 daga og á þeim tíma getur þú óskað eftir því að fyrirtækið sem þú ert að kanna uppfæri sínar upplýsingar á Mitt Creditinfo.
Sjálfbærniupplýsingar eru í auknum mæli farnar að verða jafn sjálfsagðar við könnun fyrirtækja og fjárhagsupplýsingar. Umfang og kostnaður við að afla slíkra upplýsinga hefur aukist samhliða og eru fyrirtæki mis vel í stakk búin að miðla upplýsingum um sjálfbærniþætti tengda sinni starfsemi. Creditinfo aðstoðar öll fyrirtæki, hvort sem þau eru smá eða stór, að miðla upplýsingum tengt sjálfbærni til hagaðila á samræmdan máta. Creditinfo getur áætlað hversu mikið þitt fyrirtæki losar af gróðurhúsalofttegundum, við hvaða lönd fyrirtæki eiga viðskipti við og fleira. Ef áætlun Creditinfo er ekki alveg nákvæm er mögulegt að uppfæra upplýsingarnar svo þær endurspegli fyrirtækið enn betur.
„Með Veru [sjálfbærniviðmóti Creditinfo] tókst okkur að keyra flesta útreikninga á örfáum klukkutímum, sem áður tók nokkrar vikur að vinna handvirkt.“